Skilmálar

Skilafrestur

Hjá Coral er alltaf 2ja vikna skilafrestur og þá líka hægt að fá endurgreitt. Þetta á einnig við um útsöluvörur.

Vörum þarf að skila í upprunalegu ástandi, eðlilega er ekki hægt að skila notuðum vörum.

Ef þú vilt skila vöru sem þú keyptir hjá okkur er best að hafa samband við okkur sem fyrst í gegnum Facebook eða í tölvupósti og við sendum ykkur allar upplýsingar.

Ef svo óheppilega vill til að vara reynist gölluð er best að hafa samband við okkur sem fyrst og við útvegum nýja vöru eins fljótt og mögulegt er.

Fljótlegast er að hafa samband við okkur á Facebook eða með því að senda tölvupóst á coralverslun@coralverslun.is.

Sendingarupplýsingar

Sendingarmöguleikar eru eftirfarandi:

  • Almennt bréf (1-3 virkir dagar eftir að sent er) - 450 kr. 
  • Næsta pósthús (1-2 virkir dagar eftir að sent er) - 0 kr. ef pantað er fyrir meira en 5.000 kr
  • Pakki heim að dyrum (1-3 virkir dagar eftir að sent er) -0 kr. ef pantað er fyrir meira en 9.900 kr.

Ef að pöntunin þín er að andvirði minna en 2999 kr og kemst inn um kemst inn um lúgu færðu upp valkostinn að senda sem almennt bréf. Bréf eru ekki skráð í kerfið hjá Póstinum en koma til þín beinustu leið heim með póstinum inn um lúguna í kringum hádegi 1-3 virkum dögum eftir að sent er, yfirleitt 1-2 dögum. Athugið að bréfapóstur er ótryggður og órekjanlegur.

Sendingar sem fara beint á pósthús taka 1-2 virka daga að berast þangað - yfirleitt aðeins einn dag - sendingin er skráð og þú færð sms um leið og pakkinn er skannaður inn á pósthúsinu næst þér.

Pakki heim að dyrum kemur með heimkeyrslu Póstsins og er hún þá keyrð út milli 17 og 22 kvöldið eftir að við sendum af stað til þín og þarf þá einhver að vera heima til að taka á móti sendingunni. Þú færð sms frá Póstinum daginn sem sendingin þín fer í heimkeyrslu ef þú skráir GSM númerið þitt hjá okkur þegar þú pantar. Ef enginn er heima til að taka við sendingunni þá fer hún beint á næsta pósthús og er þá tilbúin til afhendingar þar morguninn eftir.

Einnig er hægt að velja um að sækja eftir samkomulagi pöntunina þína til okkar og þá finnum við tíma sem hentar.

Sendingar sem fara beint á pósthús eða í heimkeyrslu eru skráðar sendingar, rekjanlegar og í ábyrgð hjá Póstinum.

Við tökum ekki ábyrgð á þeim sendingum sem fara sem bréf eftir að þær fara frá okkur.

Ef gengið er frá pöntun fyrir klukkan 16:00 á virkum degi ætti sendingin þín að fara af stað frá okkur samdægurs og í flestum tilfellum er hún komin til þín strax daginn eftir.

Sem dæmi - ef þú pantar fyrir kl 16:00 á þriðjudegi er sendingin mjög líklega komin til þín strax á miðvikudegi, annars fimmtudegi.

Þetta eru viðmið en að sjálfsögðu geta orðið undantekningar hér á og sendingar tekið lengri tíma en við leggjum okkur allar fram við að koma öllum sendingum áleiðis til Póstsins eins fljótt og mögulegt er.

Við viljum benda á frábæra þjónustu Póstsins inni á postur.is, þar sem hægt er fara á netspjall og athuga hjá þjónustufulltrúa hvort að sending sé á pósthúsi. Athugið þó að sendingar sem sendar eru sem almennt bréf (sem komast inn um lúgu) eru ekki skráðar í kerfið nema þær komist síðan ekki inn um lúguna, þá fer sendingin til baka á pósthúsið og er þá skráð þar í kerfið seinni partinn (yfirleitt um kl 15) og þá er hægt að nálgast sendinguna þar.

Greiðslufyrirkomulag

Þegar þú gengur frá pöntun getur þú valið um að greiða með millifærslu, debetkorti, kreditkorti, Pei eða Netgíró.

Þegar greitt er með Pei eða Netgíró sendum við pöntunina strax af stað til þín líkt og venjulega en þú færð greiðsluseðil á heimabankann þinn sem þarf að greiða innan 14 daga. Einnig er hægt að skipta Netgíró greiðslum niður í raðgreiðslur. Hér eru nánari upplýsingar um Pei og Netgíró

Ef valin er millifærsla er nauðsynlegt að heildarupphæðin sé greidd inn á reikninginn sem gefinn er upp innan klukkustundar frá því að pöntunin er staðfest, annars fellur hún niður. Þegar pöntun hefur verið staðfest og greidd pökkum við henni og sendum samdægurs eða næsta dag.

Öryggi og trúnaður

Okkur þykir vænt um viðskipti þín og vonum að þú komir aftur og aftur að versla hjá okkur. Allar upplýsingar sem verða til við það að panta hjá okkur vörur, eru þín eign og við gefum þær ekki upp undir neinum kringumstæðum, hvorki til þjónustuaðila okkar eða þriðja aðila.

Lög og varnarþing

Ef þú ert ósátt við eitthvað í viðskiptum við okkur, þá viljum við að sjálfsögðu leysa málin. En ef allt fer á versta veg, þá er varnarþingið við Héraðsdóm Reykjavíkur. En ég hef enga trú á því að það þarfi að draga okkur þangað :-)

Endilega hafið samband ef eitthvað er óskýrt - hlökkum til að eiga áfram ánægjuleg viðskipti við ykkur! :)