Nýtt nafn og opnunartilboð

Opnunartilboð

Við erum að fá nýtt nafn og höldum upp á það með geðveiku opnunartilboði! Kauptu eina flík og fáðu 50% AFSLÁTT af næstu! Afslátturinn er sjálfvirkur og reiknast í innkaupapokanum áður en þú borgar 😘

Af hverju nýtt nafn?

Þegar Coral Verslun fór í loftið í mars 2012 átti hún að heita því einfalda og góða nafni „Coral“. Því miður gekk það ekki upp á þeim tíma, en í dag kynnum við til sögunnar nýja nafnið Coral.is. 

Við þessi tímamót hefur vefurinn fengið andlitslyftingu þar sem meðal annars var tekið á þeirri staðreynd að snjallsímanotkun hefur stóraukist síðustu ár og er staðan þannig í dag að 73% viðskiptavina okkar nota snjallsíma eða spjaldtölvur þegar vörurnar eru skoðaðar og pantanir lagðar inn.

Með þessari uppfærslu vonum við að upplifun viðskiptavina okkar batni til muna og framsetning á öllu efni verði skilvirkara og þægilegra.

Við elskum nýja lúkkið okkar og viljum endilega gera það betra. Ekki hika við að hafa samband með ábendingar, spurningar eða bara til að segja hæ 😍